Seyðfirðingar enn innilokaðir

Það er jólalegt á Seyðisfirði
Það er jólalegt á Seyðisfirði mbl.is/Einar Bragi

Fjarðarheiði hefur verið ófær síðan um sexleytið á miðvikudag og því ekki fært með aðföng og annað til Seyðisfjarðar síðan þá. Það er hins vegar ekki brauðskortur og annað því um líkt sem veldur Seyðfirðingum áhyggjum heldur það hvað gerist ef slys verður í bænum eða alvarleg veikindi.

Að sögn Einars Braga Bragasonar, skólastjóra á Seyðisfirði, var orðið fært innanbæjar um hádegisbilið í dag en mikill snjór er enn í görðum. Í gær var ekki hægt að keyra um bæinn og fóru allir um á tveimur jafn fljótum. Ekki hefur þurft að fella niður skólahald á Seyðisfirði vegna veðurs í vikunni.

Næsta sjúkrahús er í Neskaupstað og því ljóst að lokun fjarðarheiðar skiptir miklu í öryggismálum byggðalagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert