Framsóknarflokkurinn styður Obama

Obama á kosningafundi í Cleveland, Ohio, í október. Framsóknarflokkurinn styður …
Obama á kosningafundi í Cleveland, Ohio, í október. Framsóknarflokkurinn styður hann til endurkjörs. Reuters

Framsóknarflokkurinn styður Barack Obama í forsetakosningunum á þriðjudaginn kemur. Þetta kemur fram á vef flokksins og er þar jafnframt minnt á að hann sé systurflokkur Demókrataflokksins.

Á vef Framsóknarflokksins segir:

„Framsókn er systurflokkur Demókrataflokksins, m.a. í gegnum Alliance of Democrats og styður Barack Obama, núverandi forseta, til embættisins. Mjótt hefur verið á munum milli Obama og Mitt Romney frambjóðanda Repúblikana og hafa skoðanakannanir jafnan sýnt hnífjafnt fylgi þeirra. Það stefnir því allt í spennandi lokaslag.

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru þriðjudaginn 6. nóvember. Framsókn mun fylgjast grannt með og verður með reglulegar stöðuuppfærslur af gangi mála inn á twitter-síðu sinni fram að kosningum og á sjálfa kosninganóttina. Þið getið fylgst með á twitter.com/framsokn,“ segir á vef Framsóknarflokksins.

Eru stuðningsmenn hans hvattir til að taka þátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert