Fundur um verðtrygginguna

Frá Suðurnesjum. Fundurinn fer fram í Njarðvík.
Frá Suðurnesjum. Fundurinn fer fram í Njarðvík. mbl.is/RAX

Sjálfstæðisflokkurinn býður til fundar á miðvikudaginn kemur í húsi flokksins í Njarðvík en þar mun dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur fjalla um verðtrygginguna, kosti, galla og mögulegar lausnir. Fundurinn er öllum opinn.

Á vef Sjálfstæðisflokksins segir að Ásgeir hafi ásamt öðrum komið að gerð skýrslu Samtaka fjármálafyrirtækja um verðtrygginguna.

Fundurinn verður nk. miðvikudag og hefst kl. 18.00. Hann fer fram í sjálfstæðishúsinu í Njarðvík að Hólagötu 5, efri hæð. Áætlað er að fundur standi í um klukkutíma með fyrirspurnum úr sal.

Skýrslan sem Ásgeir tók þátt í að skrifa heitir Nauðsyn eða val? en hún er aðgengileg hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert