Vilja uppbót á rjúpnadaga

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Ekki viðraði til rjúpnaveiða í gær en veiðiveðrið er mun betra í dag.  Rjúpnaveiðar voru leyfðar níu daga nú í haust, þar á meðal í gær og í dag.

Næst má veiða rjúpur tvær síðust helgar mánaðarins.

Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) leitaði eftir því á föstudag við samráðshóp um rjúpnaveiðar hvort bæta eigi veiðimönnum upp óveðursdagana. Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, sagði að í fyrra hefði verið rætt óformlega um fjölgun veiðidaga við yfirvöld veiða á villtum dýrum vegna slæms veðurs á veiðidögum. „Það var enginn vilji til þess að ræða þetta þá,“ sagði Elvar. Hann sagði Skotvís hafa bent á að við það að skera veiðitímann úr 18 dögum niður í níu daga kæmu óveðursdagagarnir miklu harðar niður á veiðimönnum.

„Ráðuneytið telur ekki koma til greina að fjölga veiðidögum í ár vegna veðurs. Það er engin nýlunda að válynd veður hafi áhrif á veiðar á Íslandi og enn á eftir að koma í ljós hvernig veður mun þróast yfir helgina,“ segir í svari umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við fyrirspurn um fjölgun veiðidaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert