Birgitta í andnauð og flutt á sjúkrahús

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. Kristinn Ingvarsson

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar lenti í andnauð á laugardaginn og liggur nú á gangi lungnadeildar Landspítalans. 

Í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni skrifar Birgitta að hún sé nú í „allskonar prufum og dóti. Allt troðfullt og ég bý á ganginum. Eins og vitað er þá þolir heilbrigðiskerfið ekki meira og ég mun halda áfram minni áralöngu baráttu fyrir því að við skerðum ekki hlut heilbrigðiskerfisins,“ skrifar Birgitta.

Hún segir andnauðina hafa komið í kjölfar veikinda og að hún hafi þurft að fá „far með sjúkrabíl upp á gjörgæslu“.

„Ég vil biðja alla mína samherja að sýna mér smá umburðarlyndi, þarf aðeins að minnka álagið á mér og ná heilsu en mun kom rosalega endurnærð í vinnuna í næstu viku.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert