Hyggst skoða tímabundnar ráðningar

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis mbl.is/Eggert

„Dæmin eru orðin það mörg í tíð þessarar ríkisstjórnar og í þessu stjórnarráði að það er ástæða til þess að umboðsmaður Alþingis skoði tímabundnar ráðningar sérstaklega um leið og hann skoðar stjórnsýsluna í kringum ráðningar eftir auglýsingar.“

Þetta segir Sigríður Andersen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag. „Ég tel að hann þurfi jafnframt að skoða þau tilfelli þegar starfsfólk er ráðið án auglýsinga,“ bætir hún við.

Tilefnið er það svar Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrir helgi, að tilefni sé til að skoða hvernig staðið er að tímabundnum ráðningum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert