Skilyrði fyrir evru ekki uppfyllt

mbl.is

Fram kemur í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, að Ísland hafi uppfyllt skilyrði Evrópusambandsins fyrir upptöku evru varðandi vexti á síðasta ári en ekki önnur skilyrði þess.

Samkvæmt Maastricht-skilyrðunum fyrir upptöku evru mega langtímavextir ekki vera hærri en sem nemur 2% umfram vexti í þeim þremur aðildarríkjum Evrópusambandsins þar sem verðbólga er minnst.

Hins vegar hafi Ísland ekki uppfyllt skilyrði Evrópusambandsins varðandi verðbólgu, fjárlagahalla og skuldir hins opinbera. Þó sé gert ráð fyrir að skilyrðið varðandi fjárlagahalla náist á þessu ári.

Ennfremur megi gera ráð fyrir því að skilyrðið varðandi skuldir hins opinbera náist innan fárra ára ef þær haldi áfram að lækka með sama hætti til þessa eða sem nemur 6,4% að meðaltali á ári sem sé viðunandi lækkun.

Svar fjármála- og efnahagsráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert