Strandsiglingar hefjist næsta vor

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Stjórn­völd stefna að því að strand­sigl­ing­ar geti haf­ist við Ísland í mars eða apríl á næsta ári. Þetta kom fram í svari Ögmund­ar Jónas­son­ar inn­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn frá Ásmundi Ein­ari Daðasyni, þing­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Alþingi í dag.

Málið hef­ur verið í um­sagn­ar­ferli hjá Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) og taf­ist vegna þess að sögn Ögmund­ar en starfs­hóp­ur á veg­um ráðuneyt­is hans lagði til í byrj­un árs­ins að sett yrði af stað til­rauna­verk­efni til nokk­urra ára um strand­sigl­ing­ar. Þegar ESA hefði af­greitt málið fyr­ir sitt leyti yrðu sigl­ing­arn­ar boðnar út í „snar­hasti“.

Fram kom enn­frem­ur hjá Ögmundi að gert væri ráð fyr­ir sigl­ingu í kring­um landið einu sinni í viku með fastri viðkomu á höfuðborg­ar­svæðinu, Vest­fjörðum, Norður­landi og Aust­fjörðum og að um yrði að ræða að lág­marki 50 ferðir á ári. Hins veg­ar yrði sá mögu­leiki fyr­ir hendi að fjölga ferðum ef á þyrfti að halda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert