„Deilt um keisarans skegg“

Utanríkismálanefnd á fundi.
Utanríkismálanefnd á fundi. mbl.is/Styrmir Kári

Hart hef­ur verið deilt í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is um orðalag á af­stöðu Íslands til kafla í viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið sem fjall­ar meðal ann­ars um mat­væla­ör­yggi, inn­flutn­ing á lif­andi dýr­um og hráu kjöti.

Hef­ur mót­un af­stöðunn­ar verið á borði nefnd­ar­inn­ar í um fjóra mánuði án þess að hún hafi verið af­greidd þrátt fyr­ir að svo virðist sem eng­inn efn­is­leg­ur ágrein­ing­ur sé á milli nefnd­ar­manna um að krefjast áfram banns við inn­flutn­ingi.

Að sögn Ragn­heiðar El­ín­ar Árna­dótt­ur, full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins í nefnd­inni, vill meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar, full­trú­ar stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna auk Jóns Bjarn­ar­son­ar, þing­manns VG, taka sterk­ar til orða í af­stöðunni til samn­ingskafl­ans.

Hún og fleiri nefnd­ar­menn voru ósátt við að Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, ráðherra land­búnaðar­mála, hefði í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í gær greint frá samn­ings­mark­miðum Íslands en þau eru trúnaðar­mál þar til þau eru kynnt fyr­ir full­trú­um ESB. Hún hef­ur því farið fram á op­inn fund í ut­an­rík­is­mála­nefnd til að ræða af­stöðuna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert