„Deilt um keisarans skegg“

Utanríkismálanefnd á fundi.
Utanríkismálanefnd á fundi. mbl.is/Styrmir Kári

Hart hefur verið deilt í utanríkismálanefnd Alþingis um orðalag á afstöðu Íslands til kafla í viðræðum við Evrópusambandið sem fjallar meðal annars um matvælaöryggi, innflutning á lifandi dýrum og hráu kjöti.

Hefur mótun afstöðunnar verið á borði nefndarinnar í um fjóra mánuði án þess að hún hafi verið afgreidd þrátt fyrir að svo virðist sem enginn efnislegur ágreiningur sé á milli nefndarmanna um að krefjast áfram banns við innflutningi.

Að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, vill meirihluti nefndarinnar, fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna auk Jóns Bjarnarsonar, þingmanns VG, taka sterkar til orða í afstöðunni til samningskaflans.

Hún og fleiri nefndarmenn voru ósátt við að Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra landbúnaðarmála, hefði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær greint frá samningsmarkmiðum Íslands en þau eru trúnaðarmál þar til þau eru kynnt fyrir fulltrúum ESB. Hún hefur því farið fram á opinn fund í utanríkismálanefnd til að ræða afstöðuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert