Ekkert fé til refaveiða

Í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár eru ekki gerðar tillögur um að ríkið veiti fjármuni vegna endurgreiðslna til sveitarfélaga vegna refaveiða. Hins vegar er í frumvarpinu gert ráð fyrir að 20,2 milljónir króna verði veittir í endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna minkaveiða.

Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn Arnbjargar Sveinsdóttur, varaþingmanns Sjálfstæðisflokks. 

Arnbjörg spurði hvort ráðherra muni beita sér fyrir því að sveitarfélög fái fjárveitingar til refa- og minkaveiða í fjárlögum 2013. Í svari ráðherra segir ekkert um hvort hann muni beita sér fyrir því, en vísað í frumvarp í fjárlaga, eins og kemur fram að ofan.

Þá segir að frumvarp til fjárlaga sé til umfjöllunar hjá Alþingi og ákvarðanir um breytingar á tillögunum þar af leiðandi í höndum þingmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert