Ekkert fé til refaveiða

Í frum­varpi til fjár­laga fyr­ir næsta ár eru ekki gerðar til­lög­ur um að ríkið veiti fjár­muni vegna end­ur­greiðslna til sveit­ar­fé­laga vegna refa­veiða. Hins veg­ar er í frum­varp­inu gert ráð fyr­ir að 20,2 millj­ón­ir króna verði veitt­ir í end­ur­greiðslur til sveit­ar­fé­laga vegna minka­veiða.

Þetta kem­ur fram í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, við fyr­ir­spurn Arn­bjarg­ar Sveins­dótt­ur, varaþing­manns Sjálf­stæðis­flokks. 

Arn­björg spurði hvort ráðherra muni beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lög fái fjár­veit­ing­ar til refa- og minka­veiða í fjár­lög­um 2013. Í svari ráðherra seg­ir ekk­ert um hvort hann muni beita sér fyr­ir því, en vísað í frum­varp í fjár­laga, eins og kem­ur fram að ofan.

Þá seg­ir að frum­varp til fjár­laga sé til um­fjöll­un­ar hjá Alþingi og ákv­arðanir um breyt­ing­ar á til­lög­un­um þar af leiðandi í hönd­um þing­manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert