Engin hætta á ruglingi á umbúðum

Rautt kóreskt ginseng frá Eðalvörum
Rautt kóreskt ginseng frá Eðalvörum

Neytendastofa telur að ekki þurfi að grípa til aðgerða vegna kvörtunar Eðalvara yfir útliti umbúða Eggerts Kristjánssonar utan um Rautt kóreskt ginseng.

Kvörtunin snéri að því að umbúðir Eggerts Kristjánssonar væru eftirlíking af umbúðum Eðalvara utan um Rautt eðalginseng. Forsaga málsins er sú að með ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2007 var Eggerti Kristjánssyni bannað að nota þáverandi umbúðir sínar utan um ginseng þar sem þær þóttu of líkar umbúðum Eðalvara.

Í kjölfar ákvörðunarinnar breytti Eggert Kristjánsson útliti umbúðanna. Eðalvörur töldu breytinguna ekki vera nægjanlega og enn vera líkindi og hættu á ruglingi á milli umbúðanna.

Að virtu heildarmati á umbúðunum, þ.e. letri, litum, texta og öðrum einkennum, var það mat Neytendastofu að umbúðirnar væru það ólíkar að ekki væri hætta á að neytendur rugluðust á þeim. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka