Hálft preststarf á Bíldudal

Bíldudalskirkja
Bíldudalskirkja AF vef BB

Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakall hefur verið prestlaust frá því í september er sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir hætti sem prestur og tók við embætti sóknarprests í Bolungarvík. Nú hefur biskupsfundur gert tillögu um að prestsembættið á Bíldudal verði aðeins hálf staða. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

Kirkjuþing mun fjalla um þessi áform þegar það kemur saman 10. nóvember. Prestaköll um allt land hafa verið að taka skell út af fækkun prestakalla úr 138 í 110 og er Vestur-Barðastrandarsýsla ekki undanskilin í þeim aðgerðum. Ennfremur gera fjárlög 2013 ráð fyrir enn frekari lækkun á greiðslum til presta.

Áformað er að Vestur-Barðastrandarsýsla verði eitt prestakall með einu og hálfu preststarfi.  Þetta er sama skipan og höfð er á í Austur-Skaftafellssýslu og á Þingeyri.

Sóknarnefndir og kirkjuráð Vestfjarðaprófastsdæmis hafa harðlega mótmælt þessum áformum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert