Hundruð vilja ESB-styrki

„Mætingin á þessa fundi hefur verið langt umfram væntingar. Það voru haldnir tveir fundir í Reykjavík og síðan fundir á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði sem voru allir vel sóttir. Ég gæti trúað því að þetta væru um þrjú hundruð manns.“

Þetta segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, í Morgunblaðinu í dag um áhuga á umsóknum um IPA-styrki.

Um er að ræða nýja lotu slíkra styrkja upp á 8,3 milljónir evra, alls 1.350 milljónir króna á núverandi gengi, og eru að þessi sinni styrkt verkefni á sviði atvinnuþróunar, byggðamála og velferðar- og vinnumarkaðsmála. Er fénu ætlað að styrkja stjórnsýslu og styðja við tilraunaverkefni vegna undirbúnings fyrir þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB.

Aðalsteinn segir fundargesti m.a. hafa horft til verkefna sem miði að auknu samstarfi milli landshluta. Þá velti menn fyrir sér ýmiss konar þróunarverkefnum, til dæmis á sviði sjávarútvegs þar sem horft sé til vöruþróunar, nýrra afurða og bættrar meðferðar á fiski. Fulltrúar ferðaþjónustunnar hafi einnig mætt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert