Loftmyndir frá Íslandi vekja heimsathygli

Skjámynd af vef Daily Mail.
Skjámynd af vef Daily Mail.

Loftmyndir rússnesks ljósmyndara af óbyggðum Íslands hafa vakið athygli víða um heim. „Líkt og af öðrum heimi,“ segir í fyrirsögn Mail Online.

Myndirnar eru teknar úr flugvél og var íslenskur flugmaður við stýrið, segir Mail Online.

„Ótrúlegar myndir sem sýna falda fegurð Íslands,“ segir m.a. í fréttinni.

Ljósmyndarinn Andrey Ermolaev er 56 ára gamall. Hann segir viðbrögðin við ljósmyndunum hafa verið mikil. „Landslagið er svo óvenjulegt að ef ekki er sagt strax frá því hvar þær eru teknar áttar fólk sig ekkert á því hvað er á myndunum.“

Myndirnar hafa einnig birst á vef Huffington Post, á vefsíðunni Trend Hunter og African Seer svo dæmi séu tekin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert