Rammaáætlun áfram í nefnd

Virkjanir í neðri hluta Þjórsár.
Virkjanir í neðri hluta Þjórsár. mbl.is

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kom saman til fundar í gær þar sem rammaáætlunina bar á góma. Stuttur tími var tekinn til umræðu að þessu sinni en líklegt er að samþykkt verði sú beiðni minnihlutans að kalla fleiri gesti fyrir nefndina á sameiginlegum fundi með atvinnuveganefnd þingsins.

Mörður Árnason, framsögumaður tillögunnar fyrir hönd meirihlutans, segist gera sér vonir um að málið komist út úr nefndinni í þessari eða næstu viku. Í stuttri umræðu á fundinum í gær hafi aðallega verið leitað eftir almennri afstöðu nefndarmanna. Fulltrúar minnihlutans hafi viljað fá að ræða málið nánar.

Birgir Ármannsson, einn fulltrúa minnihlutans í nefndinni, segir lítið hafa komið út úr fundinum í gær. Hann bindur vonir við að frekari umræða náist á sameiginlegum fundi með atvinnuveganefnd. Ljóst sé að meirihlutinn sæki það stíft að málinu fari að ljúka í nefndinni. „Ef tillagan fer óbreytt frá nefndinni, þá er málið enn í sama ágreiningi og áður,“ segir Birgir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert