Samkomulag um fiskvinnsluákvæði

mbl.is/Kristinn

Samkomulag hefur náðst um tillögur til ráðherra í viðræðunefndum sem fjallað hafa um fiskvinnsluákvæðið svokallaða.

Viðræðurnar fóru fram í framhaldi af harðri gagnrýni hagsmunaaðila á áform í fjárlagafrumvarpinu, þar sem lagt er til að hætt verði að greiða úr Atvinnuleysistryggingasjóði til fiskvinnslunnar þegar um vinnslustöðvun er að ræða af völdum hráefnisskorts en sjóðurinn hefur greitt sem svarar 60% af útlögðum launakostnaði þegar svo háttar til.

Fiskvinnsluákvæðið fjallar um heimild til að halda starfsfólki í fiskvinnslu á launaskrá þó hráefnisskortur verði. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að endanleg niðurstaða liggi ekki formlega fyrir en staðfestir að samkomulag hafi náðst í viðræðunefndunum um tillögur að breytingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert