Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður býður sig fram í 1. til 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi sem fram fer um næstu helgi, 9. og 10. nóvember.
„Sigmundur Ernir hefur setið á Alþingi frá 2009 og einkum fengist við ríkisfjármál og fjárlagagerð, en hann er nú varaformaður fjárlaganefndar Alþingis.
Helstu baráttumál Sigmundar Ernis varða aukinn jöfnuð, ekki síst byggðajöfnuð, en hann vill færa aukin völd frá ríki til sveitarfélaga.
Sigmundur Ernir hefur beitt sér rækilega í atvinnumálum innan þings, svo sem uppbyggingu ferðaþjónustu úti á landi og þá ekki síður í samgöngumálum og uppbyggingu á sviði mennta- og heilbrigðismála,“ segir í tilkynningu frá Sigmundi Erni.