SUS afhenti fjárlagatillögur

Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra.
Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra.

Davíð Þor­láks­son, formaður Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna (SUS), hef­ur af­hent Katrínu Júlí­us­dótt­ur, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, fjár­laga­til­lög­ur SUS vegna árs­ins 2013. Þetta er fjórða árið í röð sem ung­ir sjálf­stæðis­menn leggja fram fjár­laga­til­lög­ur sín­ar. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

 „Í fjár­laga­frum­varpi næsta árs, sem kynnt var þann 11. sept­em­ber sl., er áfram gert ráð fyr­ir halla á rekstri rík­is­sjóðs. Ef fer sem horf­ir verður árið 2013 því sjötta árið í röð þar sem ríkið er rekið með tapi, með til­heyr­andi kostnaði fyr­ir framtíðarskatt­greiðend­ur. Allt stefn­ir í að sam­an­lagður halli á rekstri rík­is­sjóðs á ár­un­um 2008-2013 verður tæp­ir 600 millj­arðar króna. Stærsti hluti þess halla, eða um 380 millj­arðar króna, hef­ur mynd­ast í tíð nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar. Reikn­ing­ur­inn verður send­ur framtíðarskatt­greiðend­um sem munu þurfa að taka á sig óá­byrg­an rekst­ur vinstri manna á fjár­mál­um rík­is­ins.

 Stjórn SUS tel­ur sem fyrr að vel sé hægt að spara í rekstri rík­is­ins, án niður­skurðar í heil­brigðis-, vel­ferðar- eða mennta­mál­um, og legg­ur hér til að út­gjöld rík­is­ins verði lækkuð í það minnsta um 84,2 millj­arða króna sem er nokkuð meira en SUS hef­ur lagt til fyrri ár. Verði farið að til­lög­um SUS má gera ráð fyr­ir halla­laus­um rekstri rík­is­sjóðs án skatta­hækk­ana vinstri­stjórn­ar­inn­ar auk þess sem hægt væri að lækka skatta og hefja niður­greiðslu á skuld­um rík­is­sjóðs.

 Sparnaðar­til­lög­ur ungra sjálf­stæðismanna eru sett­ar fram á hug­mynda­fræðileg­um grunni í þeim til­gangi að benda á hvernig rík­is­rekst­ur­inn gæti verið betri og ein­fald­ari en hann er nú. Þannig er til­lög­un­um ætlað að gefa mynd af því hvernig haga mætti rík­is­fjár­mál­um bet­ur. Líta má á til­lög­urn­ar sem nokk­urs kon­ar hug­mynda­banka, en ekki heild­stæðar til­lög­ur. Fáir eru sam­mála öll­um til­lög­un­um, en all­ir ættu að vera sam­mála ein­hverj­um þeirra,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá SUS.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka