Andstæðingar ESB settir til hliðar

Lilja og Atli telja forystu VG hafa sett Guðfríði Lilju …
Lilja og Atli telja forystu VG hafa sett Guðfríði Lilju til hliðar. Kristinn Ingvarsson

„Ég held að nán­ast all­ir ESB-and­stæðing­ar, sem studdu VG við kosn­ing­arn­ar vorið 2009, hafi gefið flokk­inn upp á bát­inn. Þeir vita fyr­ir víst að flokk­ur­inn und­ir nú­ver­andi for­ystu er ekki vett­vang­ur fyr­ir ESB-and­stöðu,“ seg­ir Atli Gísla­son, fyrr­ver­andi þingmaður VG, um stöðu ESB-and­stæðinga inn­an VG í aðdrag­anda kosn­inga.

Atli tel­ur veika stöðu ESB-and­stæðinga inn­an VG skýra brott­hvarf Guðfríðar Lilju Grétt­ars­dótt­ur úr flokkn­um, enda hafi henni m.a. verið ýtt til hliðar út af Evr­ópu­mál­un­um.

„For­yst­an sýn­ir í verki bæði stuðning við ESB-um­sókn og aðild. Það eru svik við kjós­end­ur VG í alþing­is­kosn­ing­un­um vorið 2009. Um þessi brigsl  var samið við Sam­fylk­ing­una af for­ystu VG fyr­ir kosn­ing­arn­ar  vorið 2009. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son hét því auk þess við stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðurn­ar vorið 2009 að strax yrði látið reyna á stóru mál­in, land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­mál, og þá væri aðild­ar­viðræðum sjálf­hætt í síðasta lagi um ára­mót­in 2010 til 2011. Við það var ekki staðið. Vís­vit­andi eru stóru mál­in geymd til að  vinna tíma í aðlög­un­ar­ferl­inu sem er ætlað að inn­leiða allt ESB reglu­verkið í ís­lensk lög áður en til at­kvæðagreiðslu um aðild að ESB kem­ur. Svo á að kaupa vel­vild þjóðar­inn­ar með asna klyfjuðum gulli IPA-styrkja og áróðurs.“

Svik­in verða rök­studd með evr­unni   

Atli tel­ur for­ystu VG munu grípa til evr­unn­ar til að rök­styðja um­skipti í Evr­ópu­mál­um.

„Fimm þing­menn VG bókuðu ein­dregna and­stöðu við ESB – um­sókn og um frelsi  til and­stöðu, eins og sam­starfs­yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­flokk­anna ber með sér.  Þeir þing­menn VG sem stóðu við bók­un­ina voru sett­ir á ís og gert ókleift að starfa inn­an flokks­ins.  For­ysta VG styður aðild að ESB og mun rök­styðja svik­in með evru og gjald­eyr­is­hafta sjón­hverf­ing­um.“

Andstaða Guðfríðar Lilju við ESB var reiðarslag

Lilja Móses­dótt­ir, formaður Sam­stöðu, gekk úr VG á sama tíma og Atli.

Hún tek­ur und­ir að andstaða Guðfríðar Lilju við ESB eigi þátt í brott­hvarfi henn­ar.

Fleira komi þó til.

„Árás­ir stuðnings­fólks for­ystu VG á störf Guðfríðar Lilju hóf­ust þegar hún neitaði að samþykkja ESB-um­sókn­ina. Guðfríður Lilja var á þess­um tíma þing­flokks­formaður og andstaða henn­ar við ESB-um­sókn­ina, sem endaði með hjá­setu, var túlkuð sem reiðarslag fyr­ir for­ystu VG. Þing­flokks­formaður VG hafði ógnað til­veru  „fyrstu tæru vinstri­stjórn­ar­inn­ar.“

Þegar Guðfríður Lilja lýsti síðan mánuði seinna yfir and­stöðu við Ices­a­ve 1, þá var eins og hún hefði hellt olíu á eld og henni var varla vært leng­ur í embætti þing­flokks­for­manns. Ég tel að þetta fyrsta ár Guðfríðar Lilju í embætti þing­flokks­for­manns hafi valdið henni djúp­stæðum von­brigðum, þar sem átök­in inn­an þing­flokks­ins veiktu veru­lega að henn­ar mati bar­áttu henn­ar fyr­ir nátt­úr­vernd­ar­sjón­ar­miðum og rétt­látu sam­fé­lagi,“ seg­ir Lilja Móses­dótt­ir. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert