Áritun í umboði Ríkisendurskoðunar

Hjúkrunarheimilið Eir rekur Eirborgir
Hjúkrunarheimilið Eir rekur Eirborgir mbl.is/Ómar Óskarsson

Í áritun óháðra endurskoðenda, PricewaterhouseCoopers, á húsrekstrarsjóði hjúkrunarheimilisins Eirar, er tekið fram að áritunin sé gerð í umboði Ríkisendurskoðunar.

Hins vegar segir í svari Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda til Eirar að  Ríkisendurskoðun sé óheimilt samkvæmt lögum að taka að sér úttekt á fjárhagsvanda húsrekstrarsjóðs Eirar þar sem rekstur hans er óviðkomandi ríkissjóði.

Stjórn hjúkrunarheimilisins Eirar óskaði eftir að Ríkisendurskoðun léti gera rannsókn á fjárhagsvanda Eirar, en félagið skuldar um 8 milljarða og er óljóst hvernig fer með endurgreiðslu á íbúðarétti þeirra sem búa í öryggisíbúðum á vegum Eirar.

Í svari Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda kemur fram að ríkissjóður tekur þátt í kostnaði við rekstur hjúkrunarheimilisins Eirar samkvæmt þjónustusamningi við stjórnvöld. „Stofnunin telur sér hins vegar óheimilt að taka að sér fjárhagslega úttekt á fjárhagsvanda Húsrekstrarsjóðs Eirar, enda er rekstur hans óviðkomandi ríkissjóði,“ segir í svarinu.

Mynd af áritun PwC
Mynd af áritun PwC
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert