Eykur fylgi sitt í öllum kjördæmum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn eyk­ur fylgi sitt í öll­um kjör­dæm­um og næði til að mynda inn sex kjör­dæma­kjörn­um þing­mönn­um í Suðvest­ur­kjör­dæmi en þar á flokk­ur­inn nú fjóra þing­menn, sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Gallup. Þetta kom fram í Sjón­varps­frétt­um klukk­an tíu í kvöld.

Hins veg­ar hryn­ur fylgið af Sam­fylk­ing­unni í þessu sama kjör­dæmi, en þar verður haldið próf­kjör hjá bæði Sam­fylk­ingu og Sjálf­stæðis­flokki um helg­ina. Þar á flokk­ur­inn fjóra þing­menn, en næði ein­ung­is inn tveim­ur kjör­dæma­kjörn­um mönn­um miðað við könn­un Gallups.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn gæti myndað tveggja flokka rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokki, Sam­fylk­ingu eða Vinstri græn­um eft­ir næstu kosn­ing­ar.

Björt framtíð fengi fimm menn inn

Nýtt fram­boð Bjartr­ar framtíðar næði fimm mönn­um á þing sam­kvæmt könn­un Gallups, Fram­sókn fengi átta menn en er með níu, Sam­fylk­ing­in myndi tapa fjór­um þing­mönn­um, Vinstri græn­ir sex, en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn myndi bæta við sig tíu þing­mönn­um.

Fylgi Vinstri grænna dregst sam­an um ná­lega helm­ing í flest­um kjör­dæm­um og fylgi Sam­fylk­ing­ar dregst sam­an í öll­um kjör­dæm­um nema Norðaust­ur­kjör­dæmi. Fylgi Fram­sókn­ar dregst sam­an í öll­um kjör­dæm­um nema Suðvest­ur- og Norðvest­ur­kjör­dæm­um og flokk­ur­inn fengi til að mynda eng­an þing­mann í Reykja­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert