Gáttuð á ríkisendurskoðanda

Valgerður Bjarnadóttir
Valgerður Bjarnadóttir Morgunblaðið/Frikki

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir sér það gjörsamlega óskiljanlegt að ríkisendurskoðandi telji sig ekki hafa umboð til að taka málefni Eirar til skoðunar. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segir þá sem fóru svo illa með reksturinn þurfa að standa skil á skuldum sínum.

Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Björn Valur hóf þá umræðu og sagði rekstur Eirar tryggan í dag og vel að honum staðið. Vandinn sé úr fortíðinni og á ábyrgð þeirra sem þá ráku heimilið.

Björn Valur segist hafa boðað á fund fjárlaganefndar framkvæmdastjóra Eirar til að fara yfir málefni heimilisins, fjármál þess og hættuna af slæmum rekstri fortíðarinnar. Það sé verra ef fjöldi einstaklinga tapi háum fjárhæðum á viðskiptum við Eir frá fyrri tíð. Hann sagði að þetta fólk þurfi að fá skýr skilaboð um að það geti áfram búið í íbúðum sínum og haldið þeim.

Hins vegar geti stjórnvöld ekki tekið ábyrgð á þeim sem fóru svo illa með reksturinn, þeir þurfi sjálfir að standa skil gjörða sinna.

Valgerður hélt svo áfram með umræðuna og sagðist vel vita að ríkisendurskoðandi sé sjálfstæður og enginn segi honum fyrir verkum. Engu að síður sagðist hún vilja hafa skoðun á því að hann telji sig ekki hafa endurskoðunarumboð á Eir.

Hún benti á þá staðreynd að ríkisendurskoðandi telji sig aðeins geta skoðað þátt hjúkrunarheimilisins en ekki öryggisíbúðanna og vísaði til þess að Eir sé rekið á einni kennitölu og að í ársskýrslu Eirar komi fram 140 milljóna króna skuld hjúkrunarheimilisins vegna öryggisíbúðanna. Af þessum sökum sagði hún það gjörsamlega óskiljanlegt að ríkisendurskoðandi telji sig ekki hafa umboð til að fara ofan í það sem þarna gerðist í rekstrinum.

Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi á í verulegum fjárhagserfiðleikum.
Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi á í verulegum fjárhagserfiðleikum. Morgunblaðið/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert