Ísland sagt íhuga að skipta um nafn

mbl.is

Frétt sem birt­ist í dag í banda­ríska dag­blaðinu USA Today hef­ur valdið nokkr­um titr­ingi hjá þeim sem sjá um að markaðssetja Ísland er­lend­is en því er haldið fram í frétt­inni að al­var­lega sé í skoðun hér á landi að skipta um nafn á land­inu.

Um­fjöll­un­in teng­ist sam­keppni sem Íslands­stofa stóð fyr­ir í haust í kjöl­far umræðna á net­inu um það hvort eitt­hvað annað nafn en Ísland lýsti bet­ur upp­lif­un einkum er­lendra ferðamanna af land­inu. Skýrt var tekið fram að uppá­tækið væri aðeins hugsað til gam­ans og að ekki stæði raun­veru­lega til að breyta nafni Íslands.

Því er hins veg­ar meðal ann­ars haldið fram í áður­nefndri frétt í USA Today, sem bæði birt­ist í papp­írsút­gáfu dag­blaðsins í dag og á vefsíðu þess í gær, að hug­mynd­in sé að vinn­ingstil­lag­an verði send rík­is­stjórn Íslands til skoðunar og að þar á bæ hafi verið tekið vel í hug­mynd­ir um annað nafn.

Enn­frem­ur seg­ir að Íslend­ing­ar séu ekki viss­ir um það hvort um sé að ræða al­vöru eða ekki og að umræða hafi skap­ast um málið þar sem skipt­ar skoðanir væru á hug­mynd­inni. Eru í því sam­bandi birt­ar til­vitn­an­ir í nokkra Íslend­inga þar sem þeir lýsa af­stöðu sinni til máls­ins. Þá er til­efni mögu­legr­ar nafna­breyt­ing­ar einkum sögð vera banka­hrunið 2008 en einnig nefnt til sög­unn­ar „lágt sjálfs­álit“ ís­lensku þjóðar­inn­ar.

Frétt­in sem birt­ist ekki end­an­lega út­gáf­an

Frétt­in er merkt blaðamann­in­um Hall­dóri Bachmann en í sam­tali við mbl.is seg­ir hann að sú út­gáfa sem hafi birst hjá USA Today sé alls ekki end­an­leg út­gáfa henn­ar sem hann hafi sent dag­blaðinu. Nán­ast sé ekk­ert úr henni í þeirri frétt sem birt­ist í blaðinu fyr­ir utan bein­ar til­vitn­an­ir sem hon­um sýn­ist vera nokkuð rétt­ar.

Hall­dór seg­ist fyr­ir vikið vera mjög ósátt­ur við það hvernig banda­ríska dag­blaðið hafi meðhöndlað frétt­ina sem síðan hafi verið merkt hon­um. Frétt­in hafi í raun verið end­ur­skrifuð án þess að bera það und­ir hann fyrst. Hann hafi sjálf­ur ekki vitað af þessu fyrr en frétt­in birt­ist í blaðinu og á net­inu.

Þá seg­ir hann að ýms­ir aðilar sem sjái um markaðssetn­ingu Íslands er­lend­is hafi þegar haft sam­band við sig vegna máls­ins, þar á meðal Útflutn­ings­ráð, sem séu mjög ósátt við frétt­ina og efni henn­ar sem sé skilj­an­legt enda fari það þvert á þá vinnu sem þess­ir aðilar hafi verið að sinna með því að markaðssetja landið und­ir nafn­inu Ísland.

Þess má geta að fyr­ir utan USA Today birt­ist frétt­in einnig á frétta­vef banda­ríska dag­blaðsins Detroit Free Press sem er stærsta dag­blað í borg­inni Detroit í Banda­ríkj­un­um en sami út­gef­andi er að báðum blöðunum.

Frétt­in á vef USA Today

Frétt­in á vef Detroit Free Press

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka