Ólafur sendi heillaóskir til Obama

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Árni Sæberg

For­seti Íslands Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son sendi í morg­un for­seta Banda­ríkj­anna Barack Obama heilla­ósk­ir frá sér, Dor­rit og ís­lensku þjóðinni í til­efni af sigri hans í for­seta­kosn­ing­un­um.

Í kveðjunni áréttaði for­seti Íslands að vinátta og sam­starf Íslend­inga og Banda­ríkja­manna eigi sér djúp­ar ræt­ur og hvet­ur til auk­inn­ar sam­vinnu á kom­andi árum, einkum í mál­efn­um Norður­slóða og um nýt­ingu hreinn­ar orku.

Bráðnun íss og jökla í okk­ar heims­hluta og öfga­full veðrabrigði minni okk­ur á að brýnt sé að grípa til aðgerða. Ein­ung­is ger­breytt­ur orku­bú­skap­ur, sem byggður er á nýt­ingu hreinn­ar og end­ur­nýj­an­legr­ar orku, geti komið í veg fyr­ir að lofts­lags­ham­far­ir hrjái jarðarbúa í vax­andi mæli. Banda­rík­in muni á nýju kjör­tíma­bili Obama taka við for­mennsku í Norður­skauts­ráðinu. Inn­an vé­banda þess og með sam­starfi við aðrar þjóðir þurfi að efla rann­sókn­ir og þekk­ingu og leggja grund­völl að var­an­leg­um lausn­um.

Víðtæk þekk­ing og reynsla Íslend­inga í nýt­ingu hreinn­ar orku geti í þess­um efn­um verið mik­il­vægt fram­lag enda hafi á und­an­förn­um árum verið unnið að marg­vís­leg­um sam­starfs­verk­efn­um þjóða á því sviði.

For­seti Íslands hvatti að lok­um til þess að kom­andi kjör­tíma­bil verði nýtt til að efla enn frek­ar sam­vinnu og tengsl þjóðanna í þágu þess­ara verk­efna og mætti í þeim efn­um byggja á traustu sam­bandi ís­lenskra og banda­rískra stjórn­valda, há­skóla, vís­inda­stofn­ana og víðskipta­lífs.

Þá óskuðu for­seti Íslands Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son og Dor­rit Moussai­eff Barack Obama, Michelle konu hans og dætr­um þeirra allra heilla, gæfu og gleði á kom­andi tíð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert