Samþykkt að rannsaka einkavæðingu bankanna

Skúli Helgason, Össur Skarphéðinsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Skúli Helgason, Össur Skarphéðinsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. mbl.is/Ómar

Alþingi samþykkti í dag með 24 samhljóða atkvæðum, ályktun um að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd sem rannsaki einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. á árunum 1998–2003.

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar en að henni stóðu einnig þingmenn úr VG og Hreyfingunni. Í atkvæðagreiðslunni sátu viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hjá.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði fram breytingartillögu við tillöguna um að rannsóknarnefndin rannsaki einnig síðara einkavæðingarferli bankanna, þ.e.  hvert matsverð eigna var við flutning þeirra frá hinum föllnu bönkum, Landsbanka Íslands, Glitni og Kaupþingi banka yfir til nýju bankanna. Þessi tillaga var felld með 21 atkvæði gegn 14.

Rannsóknarnefndin á að skila forseta Alþingis skýrslu ekki síðar en 1. september á næsta ári.

Skrifað undir söluna á Landsbankanum til Samson
Skrifað undir söluna á Landsbankanum til Samson mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert