Gert að lækka höfuðstól

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/Hjörtur

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur gert Lands­bank­an­um að lækka eft­ir­stöðvar bíla­leigu­samn­ings eign­ar­halds­fé­lags í sam­ræmi við dóma Hæsta­rétt­ar. Ágrein­ings­laust var að samn­ing­ur­inn var ólög­mæt­ur.

Um var að ræða bíla­leigu­samn­ing sem hafði að geyma ólög­mætt ákvæði um geng­is­trygg­ingu og að hann sé lána­samn­ing­ur. Deil­an sneri að því með hvaða hætti skuli end­urút­reikna lánið og við hvaða tíma­mark eigi að styðjast þegar vext­ir af lán­inu eru end­urút­reiknaðir.

Eign­ar­halds­fé­lagið byggði kröfu sína á því að það hefði staðið skil á greiðslu af­borg­ana af samn­ingn­um mánaðarlega og fengið greiðslu­kvitt­un út­gefna. Þar sem fé­lagið hafi í hönd­um fullnaðarkvitt­un geti Lands­bank­inn ekki krafið hann um frek­ari greiðslu aft­ur í tím­ann fyr­ir það tíma­bil þegar greidd hafi verið af­borg­un og vext­ir.

Fé­lagið taldi að með því að reikna vexti aft­ur­virkt frá upp­hafs­degi bíla­samn­ings­ins, eins og Lands­bank­inn reiknaði lánið, sé verið að skerða eign­ar­rétt fé­lags­ins. Vísað var í dóm Hæsta­rétt­ar frá því í fe­brú­ar þessu til stuðnings. Því skuli end­urút­reikna samn­ing­inn frá þeim tíma sem síðasta greiðslu­kvitt­un var gef­in út, en það var 10. júní 2010.

Eign­ar­halds­fé­lagið skuld­batt sig sam­kvæmt samn­ingi aðila til þess að greiða Lands­bank­an­um 5.972.738 kr. með 60 af­borg­un­um á fimm árum. Hinn 31. janú­ar 2011, þegar samn­ing­ur­inn hafði verið end­urút­reiknaður af hálfu stefnda, hafði stefn­andi þegar greitt 43 af­borg­an­ir af lán­inu ásamt vöxt­um eða alls 4.260.973 kr.

Af þeirri fjár­hæð hafði fé­lagið greitt 764.459 kr. í vexti. Sam­kvæmt end­urút­reikn­ingi Lands­bank­ans voru end­ur­reiknaðir vext­ir fram að síðasta greidda gjald­daga 2.200.784 kr.
Mis­mun­ur­inn á milli þeirr­ar fjár­hæðar sem fé­lagið hafði þegar greitt í vexti við end­urút­reikn­ing láns­ins og fjár­hæðar end­urút­reiknaðra vaxta fyr­ir tíma­bilið 10. des­em­ber 2006 til 10. júní 2010, þ.e. 1.436.325 kr., er sú fjár­hæð vaxta sem Lands­bank­inn kref­ur fé­lagið um til viðbót­ar fyr­ir liðna tíð. "Þykir sú fjár­hæð um­tals­verð þegar haft er í huga að upp­haf­leg heild­ar­fjár­hæð bíla­samn­ings­ins var 5.972.738 kr."

Dóm­ur­inn féllst á rök eign­ar­halds­fé­lags­ins og gerði Lands­bank­an­um að lækka höfuðstól samn­ings­ins þannig að við dag­setn­ingu end­urút­reikn­ings, 31. janú­ar 2011, hafi eft­ir­stöðvarn­ar numið 1.304.820 kr. Ekki var þó tek­in afstaða til þess hvernig fer um upp­gjör samn­ings­ins eft­ir dag­setn­ingu end­urút­reikn­ings.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert