Krónurnar skila sér margfalt til baka

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Katrín …
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, kynntu áætlunina á blaðamannafundi í morgun. mbl.is/Jón Pétur

„Áhrif fjár­fest­ingaráætl­un­ar­inn­ar eru nátt­úru­lega ótví­ræð. Þarna er um aukna fjár­fest­ingu að ræða af hálfu hins op­in­bera. Þarna er líka um að ræða fjölg­un starfa og mark­miðið með þessu öllu sam­an er að hafa já­kvæð áhrif á hag­vöxt,“ seg­ir Katrín Júlí­us­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

Hún seg­ir enn­frem­ur að mark­miðið sé að skapa vöxt í sam­fé­lag­inu. „Það styrk­ir auðvitað tekju­grunn rík­is­ins. Þannig að hver ein­asta króna sem þarna fer út skil­ar sér marg­falt aft­ur til baka inn í rík­is­sjóð,“ seg­ir Katrín.

Hún tek­ur fram að fjár­mögn­un seinni hluta fjár­fest­ingaráætl­un­ar stjórn­valda hafi verið tryggð í gegn­um arðgreiðslur frá fjár­mála­stofn­un­um. Gert er ráð fyr­ir að arður­inn á næsta ári verði 9,6 millj­arðar kr.

Fyrri hlut­inn var fjár­magnaður með veiðigjaldi. „Það hef­ur þegar komið inn í fjár­laga­frum­varpið í haust. Í sam­göngu­verk­efni, rann­sókn­ar­verk­efni og þró­un­ar­verk­efni,“ seg­ir Katrín

Hún tek­ur fram að seinni hluti fjár­mögn­un­ar­inn­ar, þar sem horft sé til efl­ing­ar vaxta­greina og fast­eigna, verði kynnt­ur í breyt­ing­um inni í fjár­laga­frum­varp­inu á milli umræðna.

Rök­rétt að ráðstafa fénu til vaxt­ar­verk­efna

„Núna er banka­kerfið að fara að skila okk­ur fjár­mun­um til baka og þá finnst okk­ur rök­rétt að ráðstafa þeim fjár­mun­um til vaxta­verk­efna. Verk­efna sem skili at­vinnu og skila vexti í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Katrín.

Hún bend­ir á að fjár­fest­ingaráætl­un­in sem var kynnt í maí sl. hafi nú þegar verið fjár­mögnuð. Alls sé um að ræða 10,3 millj­arða kr. en úr veiðigjöld­un­um komu 4,2 millj­arðar og úr arði og eigna­sölu komi 6,1 millj­arður.

Á meðal þeirra verk­efna sem arður­inn verður nýtt­ur í á næsta ári eru 500 millj­ón­ir til upp­bygg­ing­ar ferðamannastaða. Katrín bend­ir á að gistinátta­gjaldið, sem sé notað til að fjár­magna Fram­kvæmda­sjóð ferðamannastaða, hafi skilað held­ur rýr­um tekj­um. „Þarna er veru­leg inn­spýt­ing sem get­ur þýtt veru­lega verðmæta­aukn­ingu í ferðaþjón­ust­unni á Íslandi. Þetta eru þá einn og hálf­ur millj­arður sem verður sett­ur í þetta á næstu þrem­ur árum,“ seg­ir hún. Þá verða sett­ar 250 millj­ón­ir í innviði friðlýstra svæða. Alls eru þetta 750 millj­ón­ir kr. á næsta ári und­ir liðnum ferðaþjón­usta.

Und­ir liðnum skap­andi grein­ar verður sett 470 millj­óna viðbótar­fram­lag í Kvik­mynda­sjóð á næsta ári, sem sé veru­leg inn­spýt­ing, 200 millj­ón­ir í Netríkið Ísland og 250 millj­ón­ir kr. í Verk­efna­sjóð skap­andi greina. „Áhersla þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar er að styðja bet­ur við hinar hug­vits­drifnu grein­ar. Því það er þar sem við sjá­um að vöxt­ur­inn verði á næstu árum,“ seg­ir Katrín.

Þá verður sett­ur millj­arður í Græna hag­kerfið á næsta ári. Þar af munu 500 millj­ón­ir fara í svo­kallaðan Græn­an fjár­fest­ing­ar­sjóð á næsta ári. „Þessi fjár­fest­ing­ar­sjóður mun sér­stak­lega styðja við verk­efni sem eru á hinu græna sviði,“ seg­ir Katrín og bæt­ir við að heild­ar­upp­hæðin nemi ein­um millj­arði kr. á tveim­ur árum, þ.e. árið 2013 og 2014.

Hvað varðar fast­eign­ir, þá verður sett­ur einn millj­arður kr. í bygg­ingu fang­els­is á Hólms­heiði á næsta ári. Herjólf­ur og Land­eyja­höfn fá 640 millj­ón­ir. „55% hluta­fjár eða þá 440 millj­ón­ir króna verða notaðar í kaup á Vest­manna­eyja­ferju. 200 millj­ón­ir fara í rann­sókn­ir og fram­kvæmd­ir við Land­eyja­höfn. Þetta verða allt í allt um 1.700 millj­ón­ir af fjár­fest­ingaráætl­un á næstu þrem­ur árum, auk hluta­fjár,“ sagði Katrín.

Þá verða 800 millj­ón­ir sett­ar í Hús ís­lenskra fræða. Þá fær Hús­vernd­ar­sjóður 200 millj­óna viðbótar­fram­lag á næsta ári og Nátt­úru­m­inja­safn 500 millj­ón­ir. Loks verða sett­ar 290 millj­ón­ir kr. í Þekk­ing­ar­set­ur á Kirkju­bæj­arklaustri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert