Landlæknir spyr um stjórnmálaskoðanir

Jón Bjarnason alþingismaður.
Jón Bjarnason alþingismaður. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Bjarnason, þingmaður VG, vekur athygli á því á bloggsíðu sinni að í viðamikilli heilsufarskönnun sem landlæknir hefur sent þúsundum Íslendinga er spurt um stjórnmálaskoðanir.

„Embætti landlæknis hefur sent út viðamikinn spurningalista til nokkur þúsund handahófsvalinna Íslendinga, Rannsókn á heilsu og líðan Íslendinga árið 2012,“ skrifar Jón. „Spurningarnar eru í 123 köflum og býsna margbreytilegar. Athyglisverðast er þó, að spurt er í einum kaflanum, hvaða stjórnmálaflokk svarandinn kaus síðast. Hér fylgja nokkur sýnishorn af spurningalistanum. Forvitnilegt er að fá upplýsingar um andlegt ástand kjósenda eftir flokkum: Hvaða flokksmenn eru með mestan athyglisbrest? Kjósendur hvaða flokks fengu flest reiðiköst á árinu 2012, öskruðu og hentu hlutum í sína nánustu o.s.frv.?

Þjóðin bíður spennt eftir niðurstöðum,“ skrifar Jón Bjarnason í pistli sínum.

Í pistlinum er farið yfir spurningarnar og dæmi tekin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert