Meirihlutinn í Rangárþingi ytra fallinn

Frá Hellu.
Frá Hellu. www.mats.is

Meiri­hluti Á-list­ans í Rangárþingi ytra er fall­inn. Mar­grét Ýrr Sig­ur­geirs­dótt­ir ætl­ar að mynda meiri­hluta með D-list­an­um. Þetta kem­ur fram í frétt á vefn­um Sunn­lenska.is.

Guðfinna Þor­valds­dótt­ir, odd­viti Á-list­ans, staðfesti þetta í sam­tali við sunn­lenska.is í morg­un. Að sögn Guðfinnu sendi Mar­grét fyrr­ver­andi fé­lög­um sín­um í Á-list­an­um skila­boð um þetta með SMS og tölvu­póst­um í gær­kvöldi.

Eins og fram kom  í frétt á vef mbl.is í vik­unni höfðu þreif­ing­ar verið í gangi Mar­grét­ar og D-list­ans.

Sjö full­trú­ar sitja í hrepps­nefnd Rangárþings ytra og í síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um vann Á-list­inn tíma­móta­sig­ur og fékk fjóra full­trúa en D-list­inn þrjá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert