Rætt um nýtt skattþrep

Ferðamenn á Suðurlandi.
Ferðamenn á Suðurlandi. mbl.is/RAX

Stjórnvöld hafa sett fram hugmyndir sem miða að því að koma til móts við sjónarmið ferðaþjónustunnar vegna harðrar gagnrýni á áform um hækkun virðisaukaskatts á gistiþjónustu úr 7% í 25,5%, sem kveðið er á um í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur að undanförnu verið rætt um að dregið verði úr þessum áformum um skattahækkanir á gistinguna með upptöku þriðja skattþrepsins, sem verði milliþrep í virðisaukaskattskerfinu, til að milda áhrif skattahækkunarinnar á ferðaþjónustuna.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að tillögurnar gangi út á að virðisaukaskattur á gistiþjónustu hækki úr 7% í nýtt skattþrep, sem verði 14%. Óvíst er hvort ferðaþjónustan fellst á þetta en forsvarsmenn í greininni hafa gagnrýnt hugmyndir um þriðja skattþrepið, sem myndi auka verulega flækjustig kerfisins.

Tillagan umdeilda í fjárlagafrumvarpinu um hækkun á gistiskattinum úr 7% í 25,5% átti að skila ríkissjóði 2,6 milljörðum kr. í auknar tekjur á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert