Skert lífsgæði fatlaðra

wikipedia.org

Átak, félag fólks með þroskahömlun og Landssamtökin Þroskahjálp mótmæla þeirri skerðingu á lífsgæðum og þjónustu við fatlað fólk sem felast í nýlegum breytingum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á fyrirkomulagi liðveislu við fatlað fólk. Félagsleg liðveisla felur í sér persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Slík þjónusta er mikilvæg til að stuðla að virkni fatlaðs fólks og þátttöku í samfélaginu og hefur veruleg áhrif á lífsgæði fólks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Landssamtökin Þroskahjálp og Sjónarhóll - ráðgjafarmiðstöð sendu sameiginlega umsögn til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um nýjar reglur borgarinnar um stuðningsþjónustu og gerðu athugasemdir við þær sem ekki var vilji til að hlusta á nema að litlu leyti. Afleiðingin er sú skerðing á þjónustu og lífsgæðum sem nú lítur dagsins ljós. 

Átak, félag fólks með þroskahömlun og Landssamtökin Þroskahjálp hvetja Reykjavíkurborg til að endurskoða nýjar reglur um stuðningsþjónustu og breyta þeim  í þágu þess fólks sem þjónustunnar á að njóta. Þá hvetja samtökin til að virkt samráð verði haft við notendur um þær breytingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert