„Snúa vörn í sókn“

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, …
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, kynntu fjárfestingaráætlunina í fjármálaráðuneytinu í morgun. mbl.is/Styrmir Kári

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, segir að fjárfestingaráætlun fyrir árin 2013-2015 sýni „það svigrúm sem við núna höfum til að skapa innspýtingu í samfélagið“. Áætlunin verði m.a. til þess að fjölga störfum.

„Með þessari áætlun erum við í raun og veru að horfa til þess að snúa vörn í sókn,“ sagði Katrín á blaðamannafundi í morgun. Ekki væri verið að setja öll eggin í sömu körfu heldur væri verið að horfa til ólíkra leiða. Hún tók jafnframt fram að tillögurnar kæmu nú til kasta Alþingis.

Hún segist sjá mörg sóknarfæri hvað varðar skapandi greinar hér á landi sem á undanförnum árum hafi vaxið og orðið mjög stór atvinnuvegur með tiltölulega litlu framlagi opinberra aðila. Í þessum geira sé verðmætasköpunin mikil og það sjáist til að mynda á því að velta þessara greina sé um 580-590 milljarðar kr. en þar af hafi framlög hins opinbera verið 22-24 milljarðar.

„Við áttum mjög góðan fund með þeim geira núna fyrr í haust, bara fyrir nokkrum vikum, og vorum að kynna stefnumörkun í því hvernig við viljum byggja upp atvinnuveginn skapandi greinar. Samvinnu mennta- og menningamálaráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og utanríkisráðuneytis. Það má segja að þessar áherslur byggi ekki síst á þeirri stefnumörkun þar sem lögð er áhersla á verkefnasjóði. T.a.m. á sviði hönnunar, sem er mjög vaxandi geiri og hefur fengið lítið opinbert fjármagn hingað til, sviði myndlistar, sviði tónlistar, á sviði útflutnings á tónlist -  þar auðvitað eigum við eins og þið öll þekkið alveg gríðarleg sóknarfæri, [sviði] bókmennta þar sem við erum þegar búin að vinna stórvirki á bókasýningunni í Frankfurt. Við erum ennþá að sjá áhrifin af því. Svo auðvitað á sviði leiklistar og handverks og kvikmyndanna,“ segir menntamálaráðherra.

Krónurnar skila sér margfalt til baka

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert