Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í Vestmannaeyjum í kvöld vegna þakplatna sem voru við það að losna af íbúðarhúsi í bænum. Brugðust þeir fljótt við og voru plöturnar kyrfilega festar.
Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er talið að plöturnar hafi byrjað að losna í óveðrinu á dögunum og síðan hafi verið smám saman að losna um þær.