Víða hvasst í kvöld og nótt

Víða er hálka.
Víða er hálka. Ómar Óskarsson

Búast má við versnandi veðri í kvöld og í nótt víða um land.

Óveður er undir Eyjafjöllum og búast má við hvössum viðhviðum þar sem og í Öræfasveitum fram undir nótt.

Snýst í NA-storm norðvestan til í nótt með stórhríð á norðanverðum Vestfjörðum undir morgunn og eins snörpum vindhviðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi frá því um miðja nótt.

Færð og aðstæður

Hálkublettir og éljagangur eru á Hellisheiði. Hálka er á Fróðarheiði og og Holtavörðuheiði, annars eru hálkublettir víða á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er hálka á Kleifaheiði, Hálfdáni og Mikladal eins á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Hálka er einnig á Þröskuldum, í Ísafjarðardjúpi og í Súgandafirði. Á Ströndum er opið norður í Árneshrepp. Óveður er á Kletthálsi, Hallahálsi og Ódrjúgshálsi.

Á Norðurlandi er hálka en snjóþekja á fáfarnari vegum. Hálka er austur yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi en víða aðeins hálkublettir með norðausturströndinni.

Á Austurlandi er hálka og hálkublettir. Skafrenningur er á fjallvegum og óveður á Vatnsskarði eystra. Breiðdalsheiði og Öxi eru ófærar.

Hálkublettir eru með suðausturströndinni frá Höfn í Kvísker. Óveður er undir Eyjafjöllum, Reynisfjalli og við Sandfell í Öræfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert