Eignabruni heimilanna

mbl.is/Ómar

Eigið fé heimilanna í húsnæði minnkaði um ríflega 340 milljarða króna á árunum 2007 til 2011 og var rétt tæplega 33% í fyrra. Það var til samanburðar ríflega 48% árið 2007 og rúmlega 49% árið 2005.

Eiginfjárhlutfallið styrktist um tæp 3% milli áranna 2010 og 2011, meðal annars vegna þess að fasteignaverð hækkaði á nýjan leik.

Eigið féð var í lágmarki árið 2010 er það var um 664 milljarðar króna en var mest 1.148 milljarðar 2007.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að gróft á litið megi áætla, að um fjórðungur heimila skuldi ekki í eigin húsnæði og styrkir sá hópur meðaltal eigin fjár heimilanna. Undirstriki það hversu lítið eigið fé mörg heimili hafa í eignum sínum og hversu viðkvæmur sá hópur yrði fyrir viðvarandi verðbólgu næstu árin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka