Formaður Bændasamtakanna vill á þing

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. mbl.is/Ómar

Haraldur Benediktsson, bóndi á Vestri Reyni og formaður Bændasamtaka Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, fyrir kosningarnar næsta vor.

Á vefnum skessuhorn.is segir, að Haraldur hafi tilkynnti um þessi áform sín á  Fésbókarsíðu sinni. Í samtali við Skessuhorn segist Haraldur hafa hugleitt þetta í um mánaðartíma, en margir Sjálfstæðismenn hafi leitað til sín og óskað eftir því að hann gæfi kost á sér.

„Ég hef sjálfur hvatt bændur til að vera virkir þátttakendur í þjóðmálaumræðunni og taka þátt í stjórnmálum. Sjálfur get ég því ekki skorast undan þegar til mín er leitað,“ segir hann. Haraldur kveðst aldrei hafa tekið þátt í stjórnmálum áður og aldrei verið skráður í stjórnmálaflokk, fyrr en nú fyrir þremur klukkutímum síðan.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert