Hörð gagnrýni á samningsmarkmið

Jón Bjarnason alþingismaður
Jón Bjarnason alþingismaður mbl.is/Árni Sæberg

Setja verður fram skriflega, „skýlausa og ófrávíkjanlega kröfu um að Ísland fái haldið varanlega rétti sínum og undanþágum hvað varðar bann við innflutningi á lifandi dýrum og innflutningi á hráum ófrosnum dýraafurðum og bann við innflutningi tiltekinna planta og trjáa.“

Þetta segir í bókun Jóns Bjarnasonar, alþingismanns í utanríkismálanefnd, um samningsmarkmið Íslands gagnvart ESB varðandi 12. kafla um matvælaöryggi, en fjallað er um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Ég tel að afstaðan eins og hún birtist í þeim drögum sem okkur hafa verið kynnt sé ekki í samræmi við það sem meirihluti utanríkismálanefndar hefur óskað eftir,“ segir Bjarni Benediktsson þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert