Sigur lífskjaranna

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

„Með sigri í kosningunum í vor gefst okkur sjálfstæðismönnum ómetanlegt tækifæri til að bæta lífskjör landsmanna. Það munum við gera með því að lækka skatta, hefja sókn í atvinnumálum og gjörbreyta forgangsröðun málefna“, segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir Bjarni að of mikill tími hafi á þessu kjörtímabili farið í mál sem snúa engan veginn að því að bæta upp þá lífskjaraskerðingu sem hér hefur orðið.

Lokaorð formannsins eru þessi: „Við eigum mikið inni og mörg tækifæri ónýtt til að gera miklu betur en sitjandi stjórn. Á næstu mánuðum veljum við þá sem ætla að standa í fremstu röð og tala fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins, fyrir málstað okkar. Ég skora á alla sjálfstæðismenn, sem eiga á því kost, að taka þátt í að velja öfluga framboðslista. Með því leggjum við grunninn að sigri í alþingiskosningum í vor – og nýrri sókn til betri lífskjara“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert