ESB biður ESA að skoða kjöthömlur

Kvartað hefur verið til ESA vegna íslenskra innflutningshamla á kjöti.
Kvartað hefur verið til ESA vegna íslenskra innflutningshamla á kjöti. mbl.is/Eggert

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur borist beiðni frá yfirmanni hjá heilbrigðis- og neytendavernd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um að rannsakað verði hvort innflutningshömlur Íslands á kjöti og kjötafurðum frá ESB gangi lengra en 13. gr. EES-samningsins leyfir.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ráðinn var danskur dýralæknir til að meta áhættu Íslands af að sameinast innri markaði ESB með lifandi dýr.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að embættismaður í landbúnaðargeiranum hefði þrýst á um ráðninguna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert