Jarðskjálfi að stærðinni 3,3 stig varð í dag klukkan 12:12 í Eyjafjarðarál um 20 kílómetra norð-norðaustur af Siglufirði.
Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni að skjálftinn sé á svipuðum slóðum og stóri skjálftinn sem átti sér stað 21. október síðastliðinn og var 5,6 stig.
Þá segir að tilkynningar hafi borist um að jarðskjálftinn hafi fundist á Siglufirði. Annar skjálfti upp á um 3 stig varð síðan klukkan 13:08. Fylgst er með framvindu mála.