Jarðvangur Reykjaness stofnaður

Megineldstöðin Ljósufjöll á Snæfellsnesi hefur mótað fjallendið frá Berserkjahrauni í …
Megineldstöðin Ljósufjöll á Snæfellsnesi hefur mótað fjallendið frá Berserkjahrauni í vestri að Grábrók í austri, með vötnum og dölum. mbl.is/ÞÖK

Sjálfseignarstofnun um Reykjanes jarðvang verður stofnuð í næstu viku og stefnt að umsókn um aðild að Evrópusamtökum jarðvanga í þessum mánuði.

Ef jarðvangurinn fær viðurkenningu samtakanna verður hann annar jarðvangurinn hér á landi en fyrir er Katla jarðvangur á Suðurlandi. Jarðvangurinn Ljósufjöll á Vesturlandi gæti orðið sá þriðji í röðinni og víðar um land er unnið að þróun slíkra jarðminjagarða.

Í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir, að vel hafi tekist til með stofnun Kötlu jarðvangs sem nær yfir þrjú sveitarfélög við suðurströndina og hafi það orðið til þess að hugmyndin hefur verið skoðuð víða um land. Menn sjái tækifæri til að nýta umhverfi og menningu svæðanna, ekki síst jarðminjar, til að efla byggð. Sérstaklega er horft til fjölgunar ferðafólks með tilheyrandi atvinnutækifærum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert