ÍLS óttast að tapa meira fé

ÍLS segir frystingu lána almennt ekki lausnin á þeim vanda …
ÍLS segir frystingu lána almennt ekki lausnin á þeim vanda sem við blasir. mbl.is/RAX

„Við höf­um ekki enn séð þann bata sem við höf­um vænst. Sjálf­ur áleit ég að lána­safnið myndi styrkj­ast þegar leiðrétt­ing­um á geng­is- og bíla­lán­um væri lokið, að þegar allt þetta væri um garð gengið fær­um við að sjá bata. Það eru mestu von­brigðin að sjá að það hef­ur ekki ræst.“

Þetta seg­ir Sig­urður Erl­ings­son, for­stjóri Íbúðalána­sjóðs, í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag um brostn­ar von­ir sjóðsins um efna­hags­bata.

Staða sjóðsins er þröng en stjórn­end­ur hans telja þörf á 12-14 millj­arða króna viðbótar­fjárveit­ingu til að ná lög­bundnu eig­in­fjár­hlut­falli.

Sig­urður tel­ur að sú upp­hæð kunni að hækka, enda séu marg­ir lán­tak­end­ur að lenda í van­skil­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert