Magnús Orri „sveiflaðist mikið“

Magnús Orri Schram.
Magnús Orri Schram. mbl.is/Árni Sæberg

Magnús Orri Schram var mjög ánægður með sína kosningu en hann fékk yfir 90% greiddra atkvæða í 1.-6. sæti. Endaði hann í 1.-3. sæti og fékk alls greidd 1841 atkvæði sem eru flest atkvæði allra sem voru á lista Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi.

„Ég tel að með þessu sé fólk að taka undir þá framtíðarsýn sem kynnt að undanförnu. Þar legg ég áherslu á nútímaatvinnulíf og græna framtíð. Eins tel ég að hér verði ekki verðmætasköpun í landinu nema með almennilegu velferðarkerfi. Þessi sýn hefur farið vel í kjósendur í Kraganum.“

Hann segir að sú mikla bið sem varð meðan farið var yfir hluta atkvæða í kosningunni hafi verið erfið. „Að sjálfsögðu var hún erfið og maður sveiflaðist mikið. Mitt fólk studdi mjög mikið við bakið á mér og ég er afar þakklátur þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóg,“ segir Magnús Orri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert