Óbreytt röð eftir 2.500 atkvæði

Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason skoða fyrstu tölur.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason skoða fyrstu tölur. mbl.is/Kristinn

Röð frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi er óbreytt frá því sem var þegar fyrstu tölur voru birtar. Nú hafa verið talin 2.500 atkvæði og er Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, í fyrsta sæti, Ragnheiður Ríkharðsdóttir í öðru og Jón Gunnarsson í því þriðja.

Þegar talin hafa verið 2498 atkvæði er röð efstu frambjóðenda þessi:

  1. Bjarni Benediktsson - 1429 atkvæði í 1. sæti
  2. Ragnheiður Ríkharðsdóttir - 1118 atkvæði í 1. – 2. sæti
  3. Jón Gunnarsson - 1168 atkvæði í 1. – 3. sæti
  4. Vilhjálmur Bjarnason - 1181 atkvæði í 1. – 4. sæti
  5. Elín Hirst - 1304 atkvæði í 1. – 5. sæti
  6. Óli Björn Kárason - 1399 atkvæði í 1. – 6. sæti
  7. Karen Elísabet Halldórsdóttir - 1041 atkvæði í 1. – 7. sæti

Aðrir frambjóðendur hafa hlotið færri atkvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert