Segja tillögu ógna kirkjuskipan

Í gær fór fram kirkjuþing unga fólksins. Hlutverk þess er …
Í gær fór fram kirkjuþing unga fólksins. Hlutverk þess er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í þjóðkirkjunni. mbl.is/Styrmir Kári

Hallgrímsdeild Prestafélags Íslands (PÍ) mótmælir harðlega breytingatillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi, sem hefst í dag. Til stendur að biskupi og kirkjuþingi verði heimilt að leggja niður prestaköll án samráðs við viðkomandi prestakall eða heimamenn.

Fyrir þinginu liggur tillaga um breytta aðferð við sameiningu prestakalla. Samkvæmt henni á að veita biskupi og kirkjuþingi heimild til að leggja niður prestaköll en þess í stað verði stofnuð ný og auglýst í stöðurnar. Prestar í niðurlögðum prestaköllum taki biðlaun samkvæmt starfsmannalögum. Núverandi fyrirkomulag er þannig að einungis er hægt að sameina prestaköll ef annar prestur hinna sameinuðu prestakalla lætur af störfum af sjálfsdáðum eða vegna aldurs.

Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri, er formaður Hallgrímsdeildar PÍ. Í Morgunblaðinu í dag segir hann tillöguna ógn við kirkjuskipan á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert