Tafir hjá Samfylkingu

Árni Páll Árnason í kvöld.
Árni Páll Árnason í kvöld. mbl.is/Eggert

Enn hefur ekki verið tilkynnt um niðurstöður úr prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi né hvers vegna það hefur tafist. Þetta er þó ekki einsdæmi um vandræði í prófkjöri í þessu kjördæmi því árið 2009 reyndust hátt í 150 einstaklingar sem tóku þátt í prófkjörinu ekki skráðir í flokkinn.

Árið 2009 hlaut Árni Páll Árnason alþingismaður fyrsta sætið og á eftir honum komu Katrín Júlíusdóttir alþingismaður, Lúðvík Geirsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert