Breytingar á stjórnarskrá ræddar

Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd nú síðdegis.
Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd nú síðdegis. mbl.is/Kristinn

Breytingar á stjórnarskrá og meðferð tillagna stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er nú rædd á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Sérfræðingahópur sem unnið hefur að undirbúningi frumvarps til stjórnarskipunarlaga á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs er meðal þeirra sem koma fyrir nefndina. Hópinn skipa Páll Þórhallsson, Oddný Mjöll Arnardóttir, Hafsteinn Þór Hauksson og Guðmundur Alfreðsson.

Fundurinn hófst kl. 15.15 og stendur til kl. 20.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert