Gunnlaugur Snær Ólafsson skilaði í morgun uppgjöri til Ríkisendurskoðunar vegna þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Heildarútgjöld framboðsins voru 152.849 krónur. Framlög einstaklinga voru 27.849 krónur og eigið framlag frambjóðanda 125.000 krónur. Engin framlög voru frá lögaðilum, segir í tilkynningu frá Gunnlaugi.
„Ég tel það afar mikilvægt að við sem tökum þátt í stjórnmálum sýnum gott fordæmi og förum eftir þeim leikreglum sem settar hafa verið. Við verðum að sinna skyldum okkar og standa í skilum við eftirlitsstofnanir landsins. Ég skora því á alla frambjóðendur að sýna í verki skyldurækni sína og skila inn uppgjöri til Ríkisendurskoðunar sem fyrst,“ segir enn fremur í tilkynningu.