Tungan heldur ekki í við tæknina

Nemendur eru margir hverjir byrjaðir að nota spjaldtölvur í námi …
Nemendur eru margir hverjir byrjaðir að nota spjaldtölvur í námi sínu. mbl.is/Ómar

„Aðal­hætt­an er þessi að það vaxi hér upp kyn­slóð sem hef­ur það á til­finn­ing­unni að ís­lenska sé gam­aldags og ófull­komið tungu­mál sem henti ekki inn­an nýrr­ar tækni.“

Þetta seg­ir Ei­rík­ur Rögn­valds­son, full­trúi í stjórn Íslenskr­ar mál­nefnd­ar, í Morg­un­blaðinu í dag, en evr­ópsk könn­un á stöðu 30 Evr­óputungu­mála gagn­vart tölvu- og upp­lýs­inga­tækni hef­ur leitt í ljós að ís­lenska stend­ur höll­um fæti á sviði mál­tækni.

Í álykt­un ís­lenskr­ar mál­nefnd­ar um stöðu ís­lenskr­ar tungu 2012, sem kynnt verður í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu á morg­un, eru lagðar til ýms­ar aðgerðir. Ein þeirra er að gerð verði áætl­un til næstu tíu ára um upp­bygg­ingu og þróun ís­lenskr­ar mál­tækni með það að mark­miði að ís­lenska verði gjald­geng sem víðast inn­an tölvu- og upp­lýs­inga­tækn­inn­ar. Einnig er lagt til að stofnaður verði þró­un­ar­sjóður ís­lenskr­ar mál­tækni með a.m.k. 20 millj­óna króna ár­legu fram­lagi á fjár­lög­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka