Fullt hús á borgarafundi

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, er á borg­ar­a­fundi Hags­muna­sam­taka heim­il­anna sem hófst kl. 20 í Há­skóla­bíói. Fjöl­mennt er á fund­in­um.

Stein­grím­ur er flutn­ings­maður frum­varps til laga um neyt­endalán sem nú ligg­ur fyr­ir Alþingi og sam­tök­in hafa gert al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við. Aðrir frum­mæl­end­ur á fund­in­um í kvöld eru Guðmund­ur Ásgeirs­son vara­formaður HH, Þórður Heim­ir Sveins­son hdl. og Pét­ur H. Blön­dal alþing­ismaður.

Til­efni fund­ar­ins er mál­sókn gegn Íbúðalána­sjóði vegna verðtryggðs fast­eignaláns sem sam­tök­in standa að, en á fund­in­um verður einnig fjallað um of­an­greint frum­varp um neyt­endalán.

Í pall­borði sitja auk full­trúa HH, alþing­is­menn frá öll­um stjórn­mála­flokk­um á þingi, Gísli Tryggva­son talsmaður neyt­enda og Vil­hjálm­ur Birg­is­son formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert