Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, er á borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna sem hófst kl. 20 í Háskólabíói. Fjölmennt er á fundinum.
Steingrímur er flutningsmaður frumvarps til laga um neytendalán sem nú liggur fyrir Alþingi og samtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við. Aðrir frummælendur á fundinum í kvöld eru Guðmundur Ásgeirsson varaformaður HH, Þórður Heimir Sveinsson hdl. og Pétur H. Blöndal alþingismaður.
Tilefni fundarins er málsókn gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs fasteignaláns sem samtökin standa að, en á fundinum verður einnig fjallað um ofangreint frumvarp um neytendalán.
Í pallborði sitja auk fulltrúa HH, alþingismenn frá öllum stjórnmálaflokkum á þingi, Gísli Tryggvason talsmaður neytenda og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.